Færsluflokkur: Enski boltinn

Sem kunnugt er...?

Gerðardómurinn hefur ekki dæmt hversu háar bæturnar eiga að vera.  Þessi tala er það sem Sheffield-menn fara fram á, en gerðardómurinn getur í raun gefið þeim hvaða tölu sem er, hærri eða mun lægri.
mbl.is Fyrirliði Sheffield United: Ekki í skaðabótamál við West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynið að klankast á rétt!!

Gerðardómurinn hefur ekki ákveðið hversu miklar bætur West Ham á að borga.  Þessir 5 milljarðar eru þeir peningar sem Sheffield U. fór fram á, en ef honum sýnist svo, getur gerðardómurinn dæmt West Ham til að greiða eina krónu í bætur.  Ekki er búist við úrskurði um upphæðina fyrr en í byrjun næsta árs.

Annars sýnir þessi frétt hvað þessi úrskurður er mikil bilun.  Enski boltinn verður eins og bandaríska réttarkerfið, fjöldi fólks að reyna að ná sér í aukapening fyrir lítið sem ekki neitt.


mbl.is Tíu leikmenn vilja bætur frá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík della!!!

Í fyrsta lagi, þá hefði jafntefli dugað West Ham og því er það ekki rétt í fréttinni að þetta eina mark hafi orðið til þess að þeir björguðu sér.

Það sem svíður sárast fyrir Sheffield-menn er að þeir spiluðu við Wigan á heimavelli í lokaumferðinni og gátu ekki náð í eitt einasta stig (sem hefði bjargað Sheffield U. frá falli).

Í öðru lagi þá er þessi dómstóll ekki á vegum úrvalsdeildarinnar heldur enska knattspyrnusambandsins sem hafði ekki lögsögu í upprunalega málinu og getur því ekki breytt upprunalega dómnum.  Sheffield-menn vilja fá skaðabætur þar sem West Ham voru svona vondir að senda þá niður.  Allir dómstólar á vegum úrvalsdeildarinnar hafa hafnað kröfu Sheffield U. um bætur eða breytingar á upprunalegum dómi gegn West Ham.  Það er mér alveg óskiljanlegt hvers vegna knattspyrnusambandið virðir að vettugi úrskurði úrvalsdeildarinnar.

Í þriðja lagi þá er þessi dómur algjört rugl.  Það er ekki við West Ham að sakast í þessu máli.  West Ham fór eftir þeim tilmælum sem úrvalsdeildin gaf.  Deildin staðfesti nokkrum vikum fyrir umræddan leik að Carlos Tevez væri löglegur til að leika með West Ham.

Sheffield-menn vilja meina að dómur úrvalsdeildarinnar hafi verið óréttlátur og að draga hefði átt stig af West Ham.  Það má deila um það enda ekkert fordæmi fyrir nákvæmlega svona máli.  Þó er ljóst að það er ekki heldur við West Ham að sakast um það.

Það er því alveg víst að West Ham mun áfrýja þessum dómi fram í rauðan dauðann.

Svo er ekki ólíklegt að upp komi dómsmál á hverju ári þar sem lið sem falla (eða komast ekki upp) krefjast bóta fyrir það tekjutap sem fylgir því.  Það skiptir ekki svo miklu máli hverjir eru lögsóttir, svo fremi að bætur komi í kassann.  Ef Watford missir naumlega af sæti í úrvalsdeild (eða sæti í aukaleikjum um sæti í úrvalsdeild) ættu þeir að krefjast bóta af línuverðinum eða Reading?  Ef þeir færu eftir fordæmi Sheffield U., þá ættu þeir að fá bætur frá Reading.  Er eitthvað vit í þessu?


mbl.is Enn eitt áfallið fyrir West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú já...

...bara 3 leikir innbyrðis leikir úrvalsdeildarliða?

Hvort er það Sunderland eða Wigan sem telst þá ekki vera í úrvalsdeildinni?


mbl.is Aston Villa gegn Man.Utd í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig stendur á þessu?

Konchesky er enskur en ekki norður-írskur.  Ég stóð í þeirri trú að Sanchez vildi bara Norður-Íra.
mbl.is West Ham selur Konchesky til Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Yossi...

Takk fyrir að hreinsa af línunni á Old Trafford og gangi þér vel að hreinsa flísarnar úr afturendanum eftir bekkjarsetu á Anfield.

mbl.is Benayoun samdi við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband