Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.12.2007 | 19:57
Athyglisvert
Árið 1996 tók Huckabee við sem ríkisstjóri Arkansas af þeim sem tók við af Bill Clinton. Nú á að kjósa um hver tekur við sem forseti Bandaríkjanna af þeim sem tók við af Bill Clinton.
Aðeins einn forseti hefur komið frá Arkansas. Hann var fæddur í 10 þúsund manna bæ sem nefnist Hope. Það er einnig fæðingarbær Mike Huckabee.
Hvaða þýðingu hafa þessar staðreyndir? Afskaplega litla, en þær eru samt athyglisverðar.
Huckabee orðinn jafn Giuliani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 15:19
Þvalir???
Þjóðverjar verstu elskendurnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2007 | 19:03
Rétt ríki!
"...sýnir að Mike Huckabee, fyrrum ríkisstjóri Massachusetts, hefur aukið fylgi sitt..."
Það rétta er að Huckabee er fyrrum ríkisstjóri Arkansas. Mitt Romney er fyrrum ríkisstjóri Massachusetts.
Fylgi Huckabees eykst umtalsvert meðal repúblikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2007 | 20:31
Seldust vel...
"Forseti seldi lyklakippur með björgunarsveitarkonu til gesta Smáralindar í Kópavogi og er óhætt að segja að það hafi tekist vel þar sem hann seldi töluverðan fjölda."
Var þetta þá bara stytta af björgunarsveitarkonu, eða hvað? Annars hafa kannski sumir keypt sér svona og hent svo bara lyklakippunni. Það væri nú ekki amalegt að hafa sína eigin björgunarsveitarkonu.
Forseti Íslands seldi vel af Neyðarkalli björgunarsveita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2007 | 17:49
Engin skýring??
Breskur þingmaður í vandræðum á bandarískum flugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 17:45
Viðgengst þetta ennþá?
Hæstiréttur staðfesti í dag farbann yfir karlmanni sem grunaður er um brot á hengingarlögum...
Ég sem hélt að það væri búið að afnema hengingar á Íslandi.
Farbann staðfest í Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2007 | 13:22
Brave New World
Hrikalega sorglegt að svona mörgum börnum með Downs-heilkenni hafi verið "eytt". En kannski væri ráð að segja okkur líka hversu mörg börn hafi fæðst með Downs-heilkenni á þessum síðustu 4 árum. Ekki er víst að það hafi verið staðfest að barn væri með Downs-heilkenni í öllum tilfellum. Annars er nokkuð ljóst að þau börn sem fæðast með þetta munu ekki hafa eins marga leikfélaga í svipaðri stöðu og annars hefði verið.
Hvað er þá langt í það að ríkið yfirtaki svona ákvarðanir fyrir þegnana? Það kostar talsvert að eiga við brjóstakrabbamein, sem er að nokkru leyti arfgengt. Eigum við þá að "eyða" börnum þeirra sem hafa fengið brjóstakrabbamein? Hvers vegna að vera að takmarka þetta við fóstur? Það væri hægt að spara ríkinu gífurlega peninga með því að losna við kostnaðarsama einstaklinga. Við getum kannski byggt búðir einhvers staðar fyrir utan Reykjavíkursvæðið þar sem má setja "óþægilegt" fólk sem kostar of mikið fyrir ríkið að sjá um. Svo má bara senda þau í sturtu og passa að hafa nógu stóran kirkjugarð á svæðinu.
Foreldrarnir völdu fatlaða barnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 17:45
Þvílíkur léttir!
Mér datt fyrst í hug að þeir væru farnir að reyna að senda fíkniefni með útvarpsbylgjum!
Það væri nú líklega erfitt að stoppa slíkar sendingar.
Reyndu að smygla sterum og lyfjum í útvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 16:06
Alveg hárrétt hjá Ólafi
Það þarf að gera átak í því að bæta málnotkun. Mér hefur lengi fundist vera þörf á því að íslenskir vísindamenn geti tjáð sig á íslensku um sitt svið án þess að sletta sífellt úr ensku eða öðrum málum. Það þarf þá líka átak í að íslenska fjöldann allan af erlendum fræðiheitum og gera þau aðgengileg fyrir næstu kynslóðir fræðimanna, þ.e. háskólanemendur í viðkomandi greinum. Þegar ég var í mínu háskólanámi, þá var mikið af fræðiheitum sem aðeins voru notuð á ensku og enginn virtist vita hvort til væri íslenskt orð, hvað það væri, eða kannski voru menn bara tregir til að nota þau. Því miður hefur það löngum þótt svolítið fínt á Íslandi að sletta úr öðrum málum. Ég harðneitaði að taka þátt í því að halda áfram að grafa undan því ástkæra ylhýra með þessum hætti og tókst með herkjum að verða mér úti um Íðorðasafn lækna. Þessi rit notaði ég alveg miskunnarlaust og grunar að stundum hafi kennarar kannski ekki alveg vitað hvað ég var að tala um.
En það sem skortir miklu meira en einhverjar lagasetningar, er viðhorfsbreyting hjá þeim sem fara með málið í hinum ýmsu fræðigreinum.
Ólafur Ragnar: Engin efnisrök fyrir því að víkja íslenskunni til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2007 | 13:10
Öryggi fréttamanna
Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að þetta sé meira til að koma í veg fyrir fréttaflutning frá Búrma en af einskærri gæsku til fréttamanna.
Nema þetta sé bara dulbúin hótun til viðkomandi fréttamanna. Skilaboðin væru þá kannski í raun þessi: "Eins gott fyrir ykkur að koma ykkur úr landi, annars gætuð þið orðið fyrir 'slysi'."
Lögregla í Búrma leitar sænskra blaðamanna í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |