Klipp Klopp

Mér hefur almennt líkað mjög vel við Klopp en nú er hann bara að verða einn versti vælukjóinn í enska boltanum (fyrst Mourinho og Conte eru farnir).

Fyrr í vikunni kveinaði hann yfir ástandi vallarins þegar Liverpool mætti Leicester, en þó var varla við neinn að sakast nema þá helst hans eigin vallarstarfsmenn.

Og nú ýjar hann að því að dómgæslan hafi hallað á þá í síðari hálfleik í dag vegna þess að rangstöðumark þeirra í fyrri hálfleik fékk að standa á einhvern óskiljanlegan hátt.  En hvers vegna var þá ekki dæmd rangstaða á Origi alveg í lokin?


mbl.is Kannski vissi dómarinn það í seinni hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband