11.5.2012 | 01:39
Hafa skal það sem réttara er!
Það er ekki rétt að markalaust jafntefli hefði nægt íslenska liðinu til að komast í undanúrslit. Ástæðan fyrir því er sú að samkvæmt reglum keppninnar gilda innbyrðis viðureignir fyrst. Því hefðu Frakkar farið áfram á fleiri skoruðum mörkum í innbyrðis viðureignum (3 mörk), Ísland hefði endað í þriðja sæti (2 mörk) og Georgía í fjórða sæti (1 mark).
Hins vegar hefði 1-1 jafntefli nægt Íslandi, því þá hefðum við verið jafnir Frökkum í innbyrðis viðureignum og þá hefði verið litið á markatölu úr öllum leikjum, þar sem við myndum hafa vinninginn.
En strákarnir náðu ekki að skora þetta eina mark sem þurfti og því fór sem fór.
Strákarnir sex mínútum frá undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.