11.5.2012 | 01:39
Hafa skal það sem réttara er!
Það er ekki rétt að markalaust jafntefli hefði nægt íslenska liðinu til að komast í undanúrslit. Ástæðan fyrir því er sú að samkvæmt reglum keppninnar gilda innbyrðis viðureignir fyrst. Því hefðu Frakkar farið áfram á fleiri skoruðum mörkum í innbyrðis viðureignum (3 mörk), Ísland hefði endað í þriðja sæti (2 mörk) og Georgía í fjórða sæti (1 mark).
Hins vegar hefði 1-1 jafntefli nægt Íslandi, því þá hefðum við verið jafnir Frökkum í innbyrðis viðureignum og þá hefði verið litið á markatölu úr öllum leikjum, þar sem við myndum hafa vinninginn.
En strákarnir náðu ekki að skora þetta eina mark sem þurfti og því fór sem fór.
![]() |
Strákarnir sex mínútum frá undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.