9.8.2007 | 18:44
Við ekki tala góður íslenska hérna, II.
Meira af skiltamálum: Um þarsíðustu helgi fór ég með fjölskylduna upp að Geysi í Haukadal. Þegar við nálgumst staðinn þá sé ég skilti í vegkantinum. Á því stendur "Tjalsvæðið Geysi". Ég er ekki að skálda þetta! Þetta var áprentað málmskilti, svipað þeim sem merkja götunöfn í höfuðborginni, þannig að ég vona að fengist hafi góður afsláttur eins og af flugvélarmerkingunni.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.