13.12.2007 | 14:36
Gistihús að reyna að skapa betri ímynd?
Jú, á þessum tíma árs er kristið fólk alltaf minnt á það að öll gistihúsin úthýstu sjálfum frelsaranum fyrir langalöngu.
Travelodge vilja kannski bara hafa allan varann á ef þetta myndi gerast aftur. Hugsið ykkur bara hvað það gæti orðið góð auglýsing: "Allir aðrir úthýstu frelsaranum, en ekki Travelodge!"*
Eða þá að þeir eru bara að reyna að ná í svolitla athygli.
* Hér lít ég framhjá því að samkvæmt Biblíunni kemur Jesús ekki aftur á sama hátt og hann kom síðast.
María og Jósef fá fría gistingu um jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.