20.12.2008 | 15:16
8 Milljónir?
Þeir hljóta að vera að grínast! Upson var keyptur úr næstu deild fyrir neðan fyrir tveimur árum á 6 milljónir. Síðan þá hefur hann unnið sér sæti í enska landsliðinu og virðist vera á mörkunum að ávinna sér sæti í byrjunarliðinu þar. Andvirði hans hefur því a.m.k. tvöfaldast ef ekki þrefaldast. Hvað myndi það kosta West Ham ef þeir selja Upson og falla svo?
Svo þykir mér afar vafasamt að Upson sé á svona háum launum. Í lok síðasta tímabils var hann hvergi á lista yfir launahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar, og sá listi náði niður í 55 eða 60 þúsund pund á viku.
Upson er eftirsóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kæri vinur.Óska þér og þínum gleðilegra jóla...Skellti mér í kirkju og svo var það bara síld í mat... malt og appelsín... .Kveðja
Halldór Jóhannsson, 24.12.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.