Við ekki tala góður íslenska hérna, I.

Nýlega fór ég með fjölskylduna í stutta heimsókn til Íslands.  Þar bar fyrir sjónir ýmislegt sem mér þótti heldur miður að sjá í málnotkun og þvíumlíku.  Mun ég reyna að tuða svolítið yfir því hérna, og þá líður mér vonandi betur!

Þegar við fórum um borð í vél Icelandair (það má víst ekki kalla það Flugleiðir lengur) í Baltimore sáum við trjónu vélarinnar aðeins úr fjarlægð.  Hins vegar sá ég nafn vélarinnar vel úr landganginum í Keflavík.  Vélin okkar bar heitið "Guðríður Þorbjarnardóttir".  Nema hvað það hafa kannski ekki verið Íslendingar sem skelltu þessu nafni á trjónuna.  Síðari hlutinn (föðurnafnið) hófst nefnilega á litlu þorn-i ("þ" í stað "Þ") og eð-in voru bara "d" sem einhverju ólögulegu striki hafði verið skellt yfir.  Ég ætla bara að vona að þeir Flugleiðame... afsakið... Icelandair-menn hafi fengið sæmilegan afslátt af þessu illa unna verki.

 Í bakaleiðinni gladdist ég þó yfir því að þeim hafði tekist að stafa nafn Leifs Eiríkssonar rétt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband