Brave New World

Hrikalega sorglegt að svona mörgum börnum með Downs-heilkenni hafi verið "eytt".  Sick  En kannski væri ráð að segja okkur líka hversu mörg börn hafi fæðst með Downs-heilkenni á þessum síðustu 4 árum.  Ekki er víst að það hafi verið staðfest að barn væri með Downs-heilkenni í öllum tilfellum.  Annars er nokkuð ljóst að þau börn sem fæðast með þetta munu ekki hafa eins marga leikfélaga í svipaðri stöðu og annars hefði verið.

Hvað er þá langt í það að ríkið yfirtaki svona ákvarðanir fyrir þegnana?  Það kostar talsvert að eiga við brjóstakrabbamein, sem er að nokkru leyti arfgengt.  Eigum við þá að "eyða" börnum þeirra sem hafa fengið brjóstakrabbamein?  Hvers vegna að vera að takmarka þetta við fóstur?  Það væri hægt að spara ríkinu gífurlega peninga með því að losna við kostnaðarsama einstaklinga.  Við getum kannski byggt búðir einhvers staðar fyrir utan Reykjavíkursvæðið þar sem má setja "óþægilegt" fólk sem kostar of mikið fyrir ríkið að sjá um.  Svo má bara senda þau í sturtu og passa að hafa nógu stóran kirkjugarð á svæðinu. 


mbl.is Foreldrarnir völdu fatlaða barnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Eru ekki einhverjar eyjar á lausu rétt fyrir utan Reykjavík

Nema þá að girða bara utanum Reykjavík en sleppa heilbrigðum út

Ólafur Björn Ólafsson, 12.10.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Halla Rut

O, þetta er svo erfitt mál að ég fæ bara alveg í magann.

Halla Rut , 12.10.2007 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er orðið nauðsynlegt að auka fræðslu til barnshafandi foreldra um alla möguleika sem þau hafa ef að fóstugalli kemur í ljós. Spurning hvort að þroskahjálp og styrktarfélag vangefinna geti komið af stað aukinni fræðslu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.10.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband