Færsluflokkur: Íþróttir

Ekki gleyma West Ham!

David James lék 64 leiki með West Ham í úrvalsdeildinni yfir tvö tímabil (2001-02 og 2002-03) og síðan hálft tímabil í næstu deild fyrir neðan áður en hann fór til Manchester City í janúar 2004.
mbl.is James setur met í úrvalsdeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 Milljónir?

Þeir hljóta að vera að grínast!  Upson var keyptur úr næstu deild fyrir neðan fyrir tveimur árum á 6 milljónir.  Síðan þá hefur hann unnið sér sæti í enska landsliðinu og virðist vera á mörkunum að ávinna sér sæti í byrjunarliðinu þar.  Andvirði hans hefur því a.m.k. tvöfaldast ef ekki þrefaldast.  Hvað myndi það kosta West Ham ef þeir selja Upson og falla svo?

Svo þykir mér afar vafasamt að Upson sé á svona háum launum.  Í lok síðasta tímabils var hann hvergi á lista yfir launahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar, og sá listi náði niður í 55 eða 60 þúsund pund á viku.


mbl.is Upson er eftirsóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Vinstrisinnaðasta dagblaðið í einum af vinstrisinnuðustu hlutum landsins styður vinstrisinnaðasta frambjóðandann.  Alveg ótrúlegt!  Wink

Ætti ekki frekar að gera því skil að stærsta dagblaðið í baráttuborg (Columbus) í barátturíki (Ohio) styður John McCain?


mbl.is New York Times styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera hinir?

McCain, Obama og Biden, blikka þeir þá aldrei augunum?
mbl.is Blikkandi Palin ruglar fólk í ríminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikform

Svo nú á að treysta á mann sem hefur ekkert verið að leika sem eina framherjann. 

Kannski Ólafur sé nokkuð viss um að við komumst ekkert fram yfir miðju í leiknum?


mbl.is Heiðar í fremstu víglínu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægja

Hann er líklega bara svona dauðfeginn að þeir mæta ekki Man.U. eina ferðina enn.
mbl.is Óvænt ánægja Totti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laust pláss á bekknum?

En ætli Villa myndi sætta sig við að koma inn á sem varamaður í 10 leikjum á ári?
mbl.is Benítez vill fá Villa í stað Crouch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótakmarkaður fjöldi varamanna?

Þarf leikmaður þá ekki að vera á leikskýrslu til að vera löglegur?

Geta lið þá ekki bara skilið eftir 1-2 eyður á leikskýrslunni og notað síðan hvaða varamenn sem þeim sýnist (svo fremi þeir hafi leikheimild).

Því fer fjarri að ég sé Valsari, en sem íþróttaáhugamaður finnst mér þessi dómur alveg gersamlega út í hött.


mbl.is Kærunni hafnað og ÍR leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, Kristinn!

Flott að eiga dómara í fremstu röð, og það úr Kópavoginum.  Smile

Greinilegt að umdeilt atvik á Goodison Park um daginn hefur ekki haft slæm áhrif á dómaraferilinn.


mbl.is Kristinn valinn til starfa á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýralíf

Vonandi eru engir jólakettir þarna.  Það væri nú heldur betur neyðarlegt fyrir Birgi að lenda í jólakettinum FYRIR JÓL!  Smile
mbl.is Birgir: „Ég fagna því ef það verður skýjað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband