Færsluflokkur: Íþróttir

Hvað sáu þeir?

Ekki veit ég hvað þeir Kristinn og Gunnar sáu, en það hefur greinilega verið eitthvað annað en sjónvarpsmyndavélarnar sáu.  Ég gat ekki betur séð en að boltinn hafi farið í lærið á varnarmanninum, þaðan í hálsinn/andlitið og aftur fyrir endamörk.  Og jafnvel þótt boltinn hafi hrokkið í hönd varnarmannsins, þá var augljóslega ekki um ásetning að ræða.  Vesalings varnarmaðurinn virtist einmitt leggja sig fram um að halda höndunum fyrir aftan sig til að forðast slíkan atburð.  Og svo er hann rekinn út af, greyið.

Það væri athyglisvert hvað Kristinn hefur um þetta að segja þegar hann er búinn að sjá atvikið á myndbandi.


mbl.is ,,Vorum sammála um dóminn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nei!

"Gautaborg er með 46 stig líkt Djurgården en Halmstad er með 45 stig."

Þó þetta sé rétt með Íslendingaliðin í efstu sætunum, þá er það Kalmar sem er í þriðja sætinu með 45 stig.

Staðan í Svíþjóð


mbl.is Barátta Gautaborgar og Djurgården heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónákvæm blaðamennska

 Valur lenti 3:0 undir en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir minnkaði muninn eftir klukktímaleik og það mark fleytir Val í 8-liða úrslitin að því gefnu að belgíska liðið Wezemaal tapi fyrir þýska meistaraliðinu Frankfurt í dag.

Þetta er hárrétt, en þó alls ekki víst að þetta gangi eftir.  Frankfurt er aðeins með 3 mörk í plús eftir fyrstu tvo leikina og virðast því ekki hafa verið að sýna neina yfirburði.

Everton þurfti að vinna Val með þriggja marka mun til að komast áfram en það eina sem getur komið í veg fyrir að Valur fari áfram er að Wezemaal vinni stórsigur á Frankurt en leikurinn fer fram síðar í dag.

Þetta stangast að nokkru leyti á við fyrri staðhæfingu og er ekki rétt.  Eitt stig fyrir Wezemaal yrði einnig til þess að Valur væri úr leik. 


mbl.is Valur tapaði fyrir Everton en kemst líklega áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún hefur kannski fengið hugmyndina úr...

...sjónvarpsþáttunum um Monk.  Í einum þættinum notar maður svipaða aðferð til að verða sér úti um "skothelda" fjarvistarsönnun.  Á meðan á hlaupinu stendur skreppur hann síðan og myrðir (fyrrum) eiginkonu sína, og slæst svo aftur í hópinn fyrir lokasprettinn þannig að hann sé líka á sjónvarpsmyndum að koma í mark.  Millitímar sem teknir voru á leiðinni "sönnuðu" að hann hefði ekki getað framið glæpinn.

Skrýtið að enginn skuli hafa tekið upp á þessu fyrr, eða hafi að minnsta kosti ekki náðst.


mbl.is Tryggði sér keppnisrétt á HM og ÓL með svindli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Díll?

Er það ekki blettur eð eitthvað svoleiðis?  Wink

Eða eru þeir kannski búnir að selja sál sína enskunni?  Þá er vitanlega ekkert eftir fyrir Devil .


mbl.is Neituðu díl við djöfulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FHingar í feluleik

Mikið óskaplega þætti mér nú vænt um það að FHingar hættu að fela sig á bak við það að svona ákvæði séu venja í svona lánssamningum.  Eða að minnsta kosti gætu þeir svarað því hvers vegna þetta ákvæði var ekki í samningi þriðja leikmannsins?  Er ekki bara alltaf svona ákvæði í lánssamningum, ha?

Jú, jú, FH hefur réttinn sín megin í þessu máli, en ég yrði hissa ef almenningur hefði minnsta áhuga á þessum leik.  Það er alveg á hreinu að ég myndi ekki horfa á þennan leik í sjónvarpi (þó ég hefði tækifæri til), og þaðan af síður borga mig inn.  Tímasóun!


mbl.is Hundsvekktur að fá ekki að spila úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

37 + 37 = 72 ??

Nei, hið rétta er að Birgir Leifur lék fyrri 9 holurnar á 35 höggum (samkvæmt vefsíðu mótsins).

mbl.is Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæri Yossi...

Takk fyrir að hreinsa af línunni á Old Trafford og gangi þér vel að hreinsa flísarnar úr afturendanum eftir bekkjarsetu á Anfield.

mbl.is Benayoun samdi við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst hélt ég að...

...þessir menn hefðu verið fluttir út á pallinn nauðugir viljugir og sagt:  "Þeir sem vinna ekki, borða ekki."  Erfitt að strjúka af olíuborpalli.  Wink

 Hvað um það, gott að þetta leystist farsællega.


mbl.is Starfsmönnum olíuborpalls sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband