Við ekki tala góður íslenska hérna

Þetta minnir mig á brot úr pistli sem ég skrifaði um miðjan ágúst eftir heimsókn til heimalandsins.  Ýmislegt kom mér spánskt fyrir sjónir og hér er eitt dæmi úr Geysisferð:  Í minjagripaversluninni ætluðum við að kaupa litla víkingahjálma úr plasti fyrir litlu strákana okkar.   Þegar móðir mín borgaði fyrir hjálmana komst hún að því að afgreiðslustúlkan talaði enga íslensku.  Það vildi svo til að móðir mín talar ágæta ensku og því var þetta ekkert mál.  Stúlkan var víst frá Litháen og ekkert illt um hana að segja.  Þetta vekur þó upp nokkrar spurningar:  Er ástandið í íslenska ferðamannaiðnaðinum þannig að flytja þurfi inn vinnuafl frá Austur-Evrópu?
mbl.is Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband